það er bara ein ástæða fyrir því að ég geti fundið mig svona GASALEGA knúna til að skrifa hérna og hún er sú að ég klúðraði svolitlu í fyrradag (engin nýleg afrek að vera stolt af og þá montar maður sig bara af klúðrunum). Nebblega bað hún vinkona mín mig um að lita á sér hárið og af örlæti mínu og hjartagæsku samþykkti ég það af heilum hug og bauð henni að setri mínu Jóuustöðum til aðhlynningar hárs hennar ...gekk þetta svo og svo og setti ég að við töldum súkkulaðibrúnan grunnlit í hári á henni og biðum við svo uppgefnar 25 mínútur áður en við skoluðum fíneríið aftur úr. Eftir handklæðaþurrkun mikla og greiðingu tók svo við strípun . Ég setti sem sagt þó nokkuð af "ljósum strípum" í hárið á elskunni henni vinkonu minni og tók þá við bið svoldið fram yfir uppgefnar (en ekki samt þreyttar) 20 mínútur. Var þá hafist handa við skolun 2 og á meðan ljósi strípuliturinn rann úr hárinu byrjaði mín að svitna all svakalega og segja aftur og aftur við sjálfa sig "hlýtur að breytast þegar við erum búnar að þurrka það" En þegar blæstri var lokið og sléttun hafin hafði ekkert breyst. Hárið var APPELS'INUGULT. Þá fór ég að plana hvernig mætti nú leyna þessu fyrir samstarfsfólki hennar því hún blaðrar mikið ég hefði örugglega ekki verið dæmd fórnarlambið heldu gerandinn ógurlegi og það er ekki gott mál. Fór þá ræfillinn eitthvað að röfla um að þetta gæti nú varla verið svoo slæmt og vísaði ég henni þá hið snarasta í spegil þar sem hún gat rétt eftir tíu mínútna andköf stunið upp að hún gæti nú ekki mætt í vinnu svona útlítandi. Og þá kviknaði ljós bling Það er ennþá til litur og við getum bara litað aftur ha. Var þetta samþykkt enda leit litla kvikindið út eins og illa innrættur Ólafsfirðingur. Hófumst við nú tvíefldar handa við 3. lotu og eftir akkúrat 25 mínútur var komið að skolun, greiðingu og allt það. Kom þá upp úr kafinu RAUTT hár en ekki svona náttúrulega rautt hár nema þá kannski náttúrulega vandræðalegt RAUTT hár. Mér fannst þetta töff og tókst að sannfæra greyið um það að þetta væri hið besta mál, en eftir heilan dag af augngotum og hreinu glápi inn á milli ákvað hún að hún vildi ekki vera RAUÐhærð og keypti nýjan lit. BR'UNAN. Svo mín mátti standa í því aftur í dag að lita blessunina. Og nú er hárið á henni fallega FJÓLUBLÁTT. En hún er loksins sátt dúllan og reyndar mjög sæt að mér finnst.
Takk fyrir lesninginn og væntanlegar stuðningsyfirlýsingar í kommentinP.S. hef opnað sérstaka strípbúllu að heimili mínu Jóustöðum. og hér er slagorðið:
Litun og strípun er eins og box af súkkulaði, þú veist aldrei hvað þú færð
Könnun
Tenglar
mála
Vinir
DRAUGASÍÐUR
hmmmmm
- ehhvað soona óskiljanlega töffaða íslenskan skilj!;)
- skemmtilegir leikir
- greindavísitölupróf og fl. próf
- bara fyrir stelpur og homma og kanski líka gagnkyn
hitt og þetta
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jamm, þetta er all sérstök saga :)
-Elí
Elí (IP-tala skráð) 29.7.2006 kl. 18:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.